PlmiBj and SigrnKr
Login | Contact | Home | Iceland Image |Favourites | Events | Profile | Our other Websites: SigrunKr - PalmiBj

Veiðivötn

Við hjónin höfum starfað saman að ljósmyndun síðan 2004 og höfum við tekið þátt í nokkrum samsýningum og útgáfu þriggja ljósmyndabóka með tveimur félögum okkar. Fjórða bókin kom út vorið 2012 og er það fyrsta bókin sem við stöndum ein að.
Í Veiðivötn koma árlega hundruðir veiðimanna til að veiða silung á gjöfulasta stangveiðisvæði landsins, færri koma til að njóta landslagsins og margbreytileika þess. En Veiðivötnin eru meira en stangveiðisvæði. Á haustin koma bændur úr sveitinni til að veiða í net og eftir að veiðitíma líkur birtist þar sveit vaskra manna til að veiða í klak. Klakveiðin og fiskiræktin sem Veiðifélag Landmannaafréttar stendur fyrir eru forsenda fyrir hinni miklu veiði sem er í Vötnunum.
Með sýningunni viljum við sýna þér hvernig Vötnin eru nýtt, bæði af stangveiðimönnum og bændum. Ennfremur hvaða vinna liggur að baki þess að viðhalda hinni miklu veiði sem er í Vötnunum. En síðast en ekki síst að kynna fyrir þér fjölbreytileika og fegurð svæðisins.
Nær allar myndirnar á sýningunni er afrakstur margra ferða í Veiðivötn sumarið 2011.
Við viljum þakka Veiðifélagi Landmannaafréttar rausnarlegt framlag sem gerði okkur kleyft að halda þessa sýningu. Einnig Heklusetrinu sem leggur til sýningaraðstöðuna.

Books and exhibitions
Landslag

▪ Landslag ▪


Stangveiði

▪ Stangveiði ▪


Netaveiði

▪ Netaveiði ▪


Klakveiði

▪ Klakveiði ▪


Bátur sóttur að Stóra-Skálavatni

▪ Bátur sóttur að Stóra-Skálavatni ▪




 G2.2 
 ::  X_treme by PedroGilberto.net
© 2012 - Icelandimage (all rights reserved)
Powered by Gallery (http://gallery.menalto.com/) with X_treme theme(for G2.2) by Pedro Gilberto (http://www.pedrogilberto.net)